Fólk vill fé í heilsu

Punktar

Meðan heilsukerfið er í skralli er rangt að lækka skatta. Við eigum að hafa ráð á svipaðri heilsuþjónustu og Svíar og Frakkar. Við þurfum að geta hætt að vista sjúklinga á göngum. Við þurfum að geta lagt niður biðlista. Við þurfum að jafna kostnað sjúklinga. Við þurfum að fá hjúkkur til starfa að nýju. Þorri kjósenda er þessa sinnis. Þeir vilja hækka skatta, ef það bætir heilsu fólks. En þetta þarf að gera með aðhaldi, svo að heilsukostnaður ríkisins rjúki ekki upp. Forðast ber einkarekstur á ríkisþjónustu, því að erlendis hefur hún reynst hleypa upp kostnaði. Samanber einkum Bandaríkin.