Borðaði í hádeginu á Eleven, eina matstað Lissabon með stjörnu í Michelin. Glæsistaður með útsýni yfir miðbæinn og Tagus-fljót. Með hefðbundnum brag nýklassískra húsa. Þjónusta í yfirmáta skólagenginni nákvæmni. Smakk var borið á borð milli rétta. Boðið var upp á samræmda röð rétta og vína að nýfrönskum hætti. Sandhverfan var aðeins úr hófi elduð. Það eru algeng mistök nýklassískra staða og gerast jafnt á Íslandi sem í Portúgal. Efast um, að nokkur staður á Íslandi sé einnar stjörnu virði. Og fæstir bjóða þeir matarveizluna á þrjú þúsund krónur eins og stjörnustaðurinn Eleven.