Æsifréttir eru hluti af eðli frétta. Í eðli sínu er markmið frétta að æsa eða erta. Fá fólk til að staldra við og hlusta á sögumann, lesa eða horfa. Gula pressan er ekki nýjung í blaðamennsku, heldur snar þáttur sögu hennar frá upphafi. Fyrir rúmum tuttugu öldum voru morð og skilnaðir í daglegu veggblaði ríkisins í Róm. Frásögn af mannlegum harmleik er ein elsta tegund prentmiðla, frá 17.öld. Fyrstu vísar að fréttablöðum í Evrópu voru fullir af sögum um vanskapninga og skrímsli. Fólk notar fréttir sér til gagns; sér til afþreyingar og dægrastyttingar; til að fylgjast með dramatísku fólki.