Þráðlaust vefsamband er orðið algengt á erlendum hótelum. Áður varð að nota rándýran gemsa til að ná GPRS-sambandi eða berjast við framandi lyklaborð á hóteltölvum. Okrarar í símaþjónustu voru raunar búin að prísa GPRS út af markaði. Og lyklaborðin eru skrítin í Portúgal, annar hver lykill á óvæntum stað. Núna koma menn með eigin tölvur, hafa öll innbyggð þægindi þeirra og þurfa ekki að borga neitt. Svona á það að vera. Gallinn er, að tollurinn í Leifsstöð telur, að menn séu að smygla tölvum, sem duttu úr framleiðslu fyrir tveimur árum. Tollurinn á að hætta þessu tölvu-smyglrugli sínu.