“Flokksræfilsháttur”

Punktar

Einn allra bezti dálkahöfundur landsins afgreiðir Orkuveitumálið í kjallara á baki Fréttablaðsins í dag. Davíð Þór Jónsson er einn fárra núlifandi manna, sem kann íslenzku og skilur pólitík. Við pistil hans má aðeins bæta tveimur atriðum. Annað er, að spillingin sigraði að lokum með Björn Inga Hrafnsson í broddi nýrrar fylkingar. Hitt er, að kontóristarnir Guðmundur Þóroddsson og Hjörleifur Kvaran gáfu REI útrásir Orkuveitunnar með svindli. Pólitíkusarnir, sem skilja ekki ensku, segjast hafa verið gabbaðir til að skrifa undir þetta. Þannig virkar ágirndin á Íslandi í dag, haustið 2007.