Fullvalda ríki getur ekki sætt sig við annað en að ráða innviðum samgangna. Íslenzka ríkið verður að eiga eða vera stór eignaraðili að sæstrengjum til landsins. Þótt ekki sé nema af öryggisástæðum. Það er engin sósíalismi að hafna kverkataki einkafyrirtækja á sæstrengjum, vatnsveitum, flugvöllum, hitaveitum, vegum, raflínum og orku. Ríkisstjórnin hlýtur að geta skýrt stefnuna fyrir eftirlitsstofnun Fríverzlunarsamtakanna. Aðild ríkisins og opinberra fyrirtækja að nýjum sæstreng gerir kleift að vista fjölþjóðlega netþjóna hér á landi. Það kemur auðmanninum Kenneth Peterson ekkert við.