Batnandi Útlendingastofnun

Punktar

Feginn er ég, að Útlendingastofnun ákvað að vísa Miriam Rose jarðfræðinema ekki úr landi. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu bað um brottvísunina. Því að Rose tók þátt í mótmælaaðgerðum gegn stóriðju. Hún klifraði í burðarvirki og sat inni átta daga. Löggustjóri höfuðborgarsvæðisins hneigist til fasisma eins og ríkislöggustjórinn. Þessar stofnanir hafa farið á taugum. Þær telja náttúruvæna óvini ríkisins hvarvetna sitja á svikráðum í myrkri. Útlendingastofnun hefur ófagran feril, hefur sýnt óbeit á útlendingum. Hún komst þó þarna að réttri niðurstöðu. Batnandi stofnun er bezt að lifa.