Danny Crane í seríunni Boston Legal drekkur íslenzkt Reyka vodka. Stafar ekki af gæðum vodkans. Söluaðili Reyka bauð hæst í auglýsinguna. Það heitir “product placement” á amerísku. Felst í, að sjónvarpsþættir vekja athygli á vörumerkjum og taka peninga fyrir. Áður voru stjörnur fengnar til að mæla með vörumerkjum, en nú eru þau orðin hluti af settinu. Í leynilögguseríum eru notaðir klossaðir jeppar, því að framleiðendurnir borga. Apple borgar fyrir að láta tölvur sjást á skjá. Munið það, þegar íslenzkir seríukallar sjónvarps hampa gostegund. Keypt auglýsing, en því miður ómerkt sem slík.