Menn leita að réttlæti hjá Hæstarétti, en fá ekki. Hæstiréttur er ekki handhafi þess. Hann er góður í að fá niðurstöðu í mál, svo að friður ríki. En menn verða að fara lengra til að finna réttlæti. Til þess þurfa menn að leita til Evrópudómstólsins. Margir hafa gert það og fengið leiðréttingu sinna mála. Hvað eftir annað hefur Evrópudómstóllinn úrskurðað þvert gegn Hæstarétti og raunar gert hann að fífli. Hæstiréttur heldur samt áfram sínu striki sem sérfræðistofnun í lögfræðilegri þrætubókarlist. Mikilvægasta skref þjóðarinnar í leit hennar að réttlæti er aðildin að Evrópudómstólnum.