Íslenzkir prentmiðlar eru fagurt hannaðir. Sum tímarit eru hrein listaverk, jafnvel Fréttabréf Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness. Dagblöðin eru hreint og skýrt brotin, hvert með sínu sniði. Ég þekki opnurnar úr hverju dagblaði fyrir sig. Fréttablaðið kom inn með skýra og faglega hönnun fyrir sex árum og önnur dagblöð fylgdu á eftir. Að baki þessa ferils er ný og fjölmenn stétt hönnuða, sem hafa risið til áhrifa á prentmiðlum. Flettið prentmiðlum frá því fyrir tíu árum. Þið sjáið þar brothætta hönnun með tilviljanasniði. Flettið tveggja áratuga fjölmiðli og sjáið skort á hönnun.