Meðferð Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur á forstjóra Ratsjárstofnunar er röng. Stofnunin var af flestum talin í sæmilegum rekstri, hafði sætt aðhaldi og sparnaði. Utanríkisráðuneytið hefur ekki skýrt, hvers vegna nauðsynlegt var að reka forstjórann formálalaust. Það er ekki nóg, að hún þurfi pláss fyrir enn einn kratann. Kannski hefur eitthvað verið að. Þá eiga kjósendur rétt á að vita það. Utanríkisráðherra er enginn sólkóngur, sem má fara að geðþótta í umgengni með valdið. Því miður bendir ýmislegt fleira til, að nýr utanríkisráðherra telji utanríkismál vera sín prívatmál.