Þeir bregðast Huppu

Punktar

Bændur bregðast landnámskúnni. Vilja flytja inn kyn frá Svíþjóð. Þeir vega ómaklega að Huppu, sem gerði Kluftir frægar, næsta bæ við mig. Þeir hafa áður flutt inn kúakyn. Með engum árangri. Galloway kýr voru skapvondar og bragðlausar. Bændur hugsa ekki um nautakjötið að þessu sinni. Þeir hafa raunar aldrei gert það. Þeir telja, að nytin verði meiri í sænsku kúnum. Afleitt er að afgreiða þetta kúamál í umræðu meðal bænda einna. Þeir hafa ekki meira vit á þessu en við hin. Eltast við drauminn um mjólkurnytina. Í stað þess að viðurkenna, að afkomendur Huppu eru beztir allra á bragðið.