Góð leikhúsrýni

Punktar

Einu sinni var ég með frumsýningarmiða í Þjóðleikhúsinu og mætti á aðra sýningu í Borgarleikhúsinu. Svo fattaði ég, að var alltaf að sjá leikara í sömu rullunni. Þeirri sem gerði þá fræga. Síðan komu nýir straumar. Þeir fólust í að misþyrma fínum leikhúsverkum eða búa til nýja vitleysu. Þetta er kennt í skóla og þykir fínt. Ég hætti að fara í leikhús. Núna hefur Jón Viðar Jónsson leikhúsrýnir DV afgreitt þessa þróun mála. Hann gerir grín að sakleysingjum, sem enn klappa á frumsýningum. Þegar verið er að misþyrma Tennessee Williams og tala bullmál frá Noregi. Gott og tímabært hjá honum.