Borgarstjórn vill lýsa stjórnarfund Orkuveitunnar ólöglegan. Veitustjórnin, skipuð af borgarstjórn, krefst frávísunar. Hópar lögmanna berjast, allir á kostnað borgarbúa. Lengra verður ekki komizt í rugli sveitastjórnarmanna. Sjálfstæðið og Framsókn hófu það í Orkuveitunni. Vinstri flokkarnir og Framsókn erfðu það og ætla að halda því áfram. Innan um eru málaliðar auðhringa á ferð. Ólígarkar hyggjast ná mannauði Orkuveitunnar frítt. Hafa til þess stuðning fimmtu herdeildarinnar meðal embættismanna. Einnig meðal pólitískra fulltrúa í stjórn Orkuveitunnar. Enginn kann á hemlana.