Evrópusambandið er stærra hagkerfi en Bandaríkin. Það vex hraðar og dregur að sér meiri fjárfestingu. Erlend fjárfesting í Evrópu er helmingur allrar erlendrar fjárfestingar í heiminum. Atvinnuleysið er komið niður í 6,7%. Á sama tíma er velferð margfalt öflugri í Evrópu en í Bandaríkjnunum. Frí eru lengri og vinnutími styttri. Evrópa leiðir heiminn í átt til vistvænna stjórnarhátta. Evrópa notar miklu minni olíu en Bandaríkin og hefur sett sér háleit markmið um minni útblástur hættulegra lofttegunda. Það er ekki Evrópa, sem er sjúki maðurinn í heiminum þessa dagana. Það eru Bandaríkin.