“Þetta er ekki fréttaefni”, sagði Sigurður Kjartansson, varaoddviti Bæjarhrepps. Þorgerður Sigurjónsdóttir oddviti hafði leyft tengdaforeldrum dóttur sinnar að byggja sumarhús í ríkislandi. Til þess hafði hún ekki leyfi hreppsnefndar. Og ekki heldur leyfi landbúnaðarráðuneytisins, sem fer með ríkislönd. Sumarhúsið er þarna ekki með neinu leyfi, segir talsmaður ráðuneytisins. Fyrrverandi oddviti hefur reynt að grafa upp þetta glæpamál, en engin viðbrögð fengið. Og varaoddvitinn telur það ekki vera neitt efni frétta, að hreppsnefndin sé utan laga og réttar. Dæmigerður Íslendingur.