Skrítið er, að málsmetandi menn skuli enn líta á kaþólska kirku sem eins konar móðurkirkju í kristni. Og líti á páfann í Róm sem oddvita kristni á jörð. Í Vatíkaninu eru biðraðir pólitíkusa að nudda sér utan í páfann, þar á meðal Geir Haarde forsætisráðherra. Kaþólska kirkjan á samt skelfilegri fortíð en aðrar stofnanir heims. Og er nú heimsins mesta afturhald. Fátt gagnlegt hefur komið þaðan í seinni tíð. Vatíkanið er önnum kafið við að verjast gagnrýni. Brenglaðir prestar hennar reynast vera heimsins mestu barnaperrar. Skaðabætur eru orðnar hæsti útgjaldaliður kaþólskunnar.