Pakistan er martröð

Punktar

Herlög í Pakistan eru martröð. Landið býr yfir kjarnorkuvopnum. Oft hefur það lent í stríði við Indland. Ríkisvaldið er einangrað frá þjóðinni. Pervez Musharraf einræðisherra er hataður af landslýð. Hann er bandamaður Bandaríkjanna í stríði gegn hryðjuverkum. Um leið er landið uppspretta hryðjuverkamanna. Þar eru flestir trúarskólarnir, sem kenna hryðjuverk. Ríkisvaldið nær ekki til landsbyggðarinnar. Þar ráða ýmist öldungar eða trúarofstækismenn. Helztu lýðræðishetjurnar eru forríkir fjárglæframenn, Benazir Bhutto og Nawaz Sharif, sem mökuðu krókinn á valdatímum sínum.