Peningar dansa villt

Punktar

Ég hef áhyggjur af fjármálum heimsins. Of miklir peningar leika lausum hala. Dollarinn sígur án afláts. Olían rís án afláts, þótt vestrið hafi farið í stríð til að ná í olíu. Of miklar hreyfingar eru á gengi pappíra, einkum í New York og London. Hremmingar í húsnæðislánum skóku Bandaríkin í haust. Skattgreiðendur urðu að bjarga Northern Rock bankanum í Bretlandi. Frjálst flæði fjármagns um heiminn hefur haft mikla kosti í för með sér. Það mun líka gera bakslagið hastarlegra, ef skuldir greiðast ekki og kreppa tekur við. Menn átta sig ekki á hliðarverkunum af frjálsu peningakerfi.