Bandaríkin eiga einn stuðningsmann í Pakistan. Það er Pervez Musharraf og er einræðisherra. Þegar hann fellur, láta trúarofstækismenn að sér kveða. Verður sárt fyrir Bandaríkin. Einkennilegt er, að ráðamenn og fjölmiðlar í Bandaríkjunum rugla saman hugtökunum þjóð (nation) og ríki (state). Þannig segir New York Times, að sex þjóðir styðji aukna hörku gegn Íran. Það er rangt. Það eru sex ríki, sem styðja þetta. Þjóðirnar að baki eru auðvitað andvígar aðgerðunum. En í Bandaríkjunum finnst þeim fínt að hafa aðgang að einum landsföður. Og hugsa ekki um, að á morgun verður hann búinn að vera.