Tveir brezkir landsfeður

Punktar

Tveir menn stjórna Bretlandi, annar stjórnarandstöðunni og hinn stjórninni. Ashcroft lávarður stjórnar Íhaldsflokknum með fé sínu. Hann ákveður, hvar verður slegizt í kjördæmum og hvaða kjördæmi verða látin eiga sig. Hann er dæmi um fé, sem yfirtekur flokk. Hinn er Ástralinn Rupert Murdoch, sem stjórnar Verkamannaflokknum. Hann gerir það í krafti fjölmiðla, sem eru gróft pólitískir. Persónuleg áhugamál Murdochs ráða stjórnastefnunni. Til dæmis andúð á Evrópusambandinu og stríð með Bandaríkjunum gegn ýmsum ríkjum í þriðja heiminum. Hann er dæmi um fjölmiðlavald, sem yfirtekur flokk.