Sími sigrar tölvur

Fjölmiðlun

Ég nota litla fartölvu, sem rúmar nákvæmlega lyklaborð af eðlilegri stærð, 27 sentimetra. Ég þarf svona stórt lyklaborð, af því að ég skrifa texta. Vonlaust væri fyrir mig að nota Blackberry lófatölvu. Skjárinn er bara tólf tommur hjá mér, en er samt of stór. Ég þarf að draga þessi 2,4 kíló með mér, hvert sem ég fer. Þarna eru farseðlarnir og öll bókunarnúmerin. Þarna er allt sambandið við umheiminn, Google og póstinn, jafnvel Skype. Þetta er auðvitað að verða úrelt. Nú koma símar, sem hver á fætur öðrum tekur yfir meira af hlutverkum tölvu. Lyklaborðið mun þó reynast þeim erfiðasta þúfan.