Hugtakið persónuvernd er notað til að vernda glæpamenn fyrir samfélaginu. Dómarar nota það til að dæma blaðamenn fyrir að segja satt um skúrka. Nýlegir dómar gegn fjölmiðlum fjalla nærri eingöngu um mál af því tagi. Komið hefur í ljós annar flötur á persónuvernd. Lögreglan vísar til hennar, þegar hún neitar að afhenda húseigendum lögregluskýrslur um ólæti í fjölbýlishúsum. Fjöldi ölóðra Pólverja barðist með hnífum og slökkvitækjum í stiga fjölbýlishúss. Fólk varð yfir sig hrætt af skelfingu, en getur ekki losnað við ófögnuðinn. Persónuvernd hvílir nefnilega á lögregluskýrslunni.