Villtist í hádeginu í gær inn á keðjumatstað við Austurvöll. Milli Borgar og dómkirkju er Red Chili, svo dimmur í hádegissólskini, að ég gat varla lesið matseðilinn. Einn hundrað staða, sem lifa á fólki með engan smekk fyrir mat. Gratineruð kjúklinga burritos var pönnukaka utan um næstum alls engan kjúkling. Einskis virði sem matur. Fajitas classic var betri kostur, sneiddur kjúklingur kom snarkandi á pönnu. Á undan var sæmileg grænmetis-hveitisúpa dagsins. Vel í sveit settur staður sérhæfir sig í mexikönskum pönnukökum. Aðalréttir á 2.390 krónu meðalverði. Ég mun ekki aftur villast.