Mikilvægara er að verja fé til öryggis en til skóla og heilsu. Öryggi er grundvöllur að tilveru ríkja. Skólar og heilsa eru félagslegur lúxus til viðbótar. Þótt við fylgjum velferð og mannbótum, megum við ekki gleyma undirstöðunni. Til skamms tíma vorum við ekki fullvalda sem þjóð. Við lágum uppi á Bandaríkjunum og Atlantshafsbandalaginu. Nú þykjumst við fullvalda, erum farin að borga sjálf og það er gott. Nokkrir milljarðar króna hljóta að fara árlega í varnir landsins. Hins vegar eigum við ekki að fleygja peningum í skaðlegt rugl, Afganistan og Írak, vítisengla og stríðsleiki.