Stækkun Evrópusambandsins veldur því erfiðleikum. Sum nýju ríkin hafa verið til vandræða, einkum Pólland undir stjórn þjóðernissinna. Slíkir hugsa um sérhagsmuni og hafa lítinn áhuga á almannahagsmunum bandalagsins. Ísland mundi líklega haga sér þannig, ef það væri inni. Á leið inn eru Búlgaría og Rúmenía. Þau verða til vandræða, ekki vegna þjóðernisöfga, heldur vegna spillingar og lekra landamæra. Evrópu tókst að laga Írland, Portúgal, Spán, Ítalíu og Grikkland að vestrænni mynd. Nýju ríkin í austri meltast á lengri tíma. Samt á að taka þau strax í Schengen-landamærakerfið. Það er glannalegt.