Fyrir tæpri öld frömdu Tyrkir þjóðarmorð á Armenum, drápu hálfa aðra milljón. Það var fyrsta þjóðarmorð síðustu aldar, undanfari Hitlers. Þýzkir herforingjar voru viðstaddir og lærðu af reynslunni. Þetta er sagnfræðileg staðreynd, sem Tyrkir neita að viðurkenna. Þeir andmæla orðinu þjóðarmorð. Tyrkland hefur varið fúlgum í að fá bandaríska þingmenn til að falla frá orðinu í þingsályktun. Það er að takast með mútum og hótunum. Flutningsmenn ályktunarinnar hafa hver á fætur öðrum bilað í trúnni. Hið sama gildir líka um fréttamenn fjölþjóðlegra fréttastofnana. Vestrið verst ekki lyginni.