Mér kom á óvart, að bara 3,7% vinnuafls á Íslandi sé í upplýsingatækni. Ég hélt, að skólakerfið ungaði út vel menntuðu fólki í öllu, sem kemur við tölvum. Ég vissi að vísu, að það hefur aldrei haft marktæka menntun fyrir blaðamenn. En þeir eru bara hluti upplýsingatækninnar. Við lesum í miðlum um netþjónabú sem vænlegan kost í atvinnulífinu. Sem ódýra aðferð við að útvega margfalt fleiri færi á vinnu heldur en stóriðjan getur. Skipti úr stóriðjudraumum yfir í netþjónadrauma eru þáttaskil í draumórum okkar. Samt draumórar. Vitlegra er þó að flytja inn tölvufólk en starfsfólk álvera.