Fasteignafélagið Þyrping reynir ítrekað að skerða lífsgæði Seltirninga. Með stuðningi áróðursritsins Nesfrétta. Áður reyndi félagið að fá að byggja í sjó við Eiðistorg. Nú beinir það arnaraugum að griðastað fugla í nágrenni Gróttu. Fyrir mörgum árum var háð barátta á Seltjarnarnesi gegn byggð við Nesstofu. Friðunarsinnar náðu fram, að fallið var frá hluta fyrirhugaðrar byggðar. Sá sigur virðist ætla að endast of skammst. Því að skipulagsnefnd hreppsins hefur tekið vel í nýjustu ágirnd Þyrpingar. Áhugafólk um leifar ósnortinnar náttúru á vestanverðu Nesinu þarf því að grípa aftur til vopna.