Eftirlit með bílum

Punktar

Ef Stóri bróðir er ekki kominn til Íslands, kemur hann, þegar gervihnettir fylgjast með öllum bílum. Samgönguráðuneytið vinnur að slíku kerfi til að geta fundið slysabíla og týnda bíla. Það er eins og að setja upp kerfi til að hlera alla síma við að finna vandamál í samfélaginu. Ríkið kann sér ekki læti í eftirlitshneigð. “Umræða um slíkt er ekki viðeigandi”, sagði einn forkólfurinn á forsíðu 24 stunda. Staðsetningarkerfi bíla er eins og að skjóta úr fílabyssu á mús. Slíkt kerfi getur komið að gagni í sárafáum tilvikum árlega. Og freistar auvðitað þeirra, sem vilja leika Stóra bróður.