Ómar er óþreytandi

Fjölmiðlun

Gaman er að hitta Ómar Ragnarsson og spjalla við hugmyndaríkasta mann, sem ég hef kynnzt. Hugur hans ólgar eins og fossarnir í Jökulsá gerðu fyrir Kárahnjúkavirkjun. Ég er auðvitað sammála honum um hvert einasta orð um náttúru Íslands. Frábærast við Ómar er, að hann lætur vondar fréttir og vont fólk ekki buga sig. Hann er ævinlega léttur í lund. Við Ómar áttum í vikunni sameiginlegt fimmtíu ára afmæli í fjölmiðlun. Við hittumst fyrst 1957 í Skólablaðinu, sem gefið var út í Menntaskólanum í Reykjavík. Ég vil hins vegar síður sitja í flugvél hjá honum niðri í gljúfrum við Kárahnjúka.