Gagnrýnendur textastíls í fjölmiðlum kvarta flestir um ranga notkun fastra orðasambanda. Að menn rugli þeim saman eða misskilji þau. Föst orðasambönd eru stundum kölluð orðtök, málshættir eða spakmæli. Sameiginlegt einkenni þeirra er hugtakið “klisja”. Einu sinni var sagt eitthvað minnisstætt og síðan tönnlast menn á því. Þótt sérhver notkun til viðbótar hinni fyrstu hafi bleytt í púðrinu. Einfaldara er að klippa klisjur en að fá fólk til að fara rétt með þær. Þótt klisjur kallist orðtök, málshættir eða spakmæli, leiðir notkun þeirra til flatneskju, ófrumleika og hugsunarleysis í texta.