Nýju fjölmiðlarnir kunna ekki mannasiði. Yahoo, Microsoft, Google og Rupert Murdoch sleikja ráðamenn Kína og taka á sig skyldur ritskoðunar til að fá svigrúm. Í bandarískri þingnefnd var stjóri Yahoo sagður siðferðisdvergur. Yahoo hafði afhent Kínastjórn tölvupóst, sem leiddi til tíu ára fangelsis Wang Xiaoning og Shi Tao. Þingmennirnir völtuðu kruss og þvers yfir Jerry Yang forstjóra. Full ástæða var til þess. Til sögu í fjölmiðlun eru komnir efnahagsrisar með víða hagsmuni og hamslausa ágirnd. Vestrænar leikreglur fjúka, þegar Kínastjórn veifar dollurum framan í nýju siðferðisdvergana.