Tækni krefst stíls

Fjölmiðlun

Smám saman deyja kynslóðir, sem vanizt hafa lestri texta af pappír. Nýjar kynslóðir venjast skönnun texta á skjá. Yngsta kynslóðin notar tákn sem skilaboð í farsíma. Lestur er að breytast í skönnun. Bókstafir breytast í broskarla. Allt þarf að vera stutt og hnitmiðað. Þá er ekki rétta stundin til að fara úr knöppum ritstíl Íslendingasagna og Halldórs Laxness yfir í froðusnakk háskólamenntaðra. Þá er ekki rétta stundin til að leysa sagnorð af hólmi með nafnorðum. Tækni nútímans kallar á einfaldan og tæran texta. Samt eru fjölmiðlar nútímans meira eða minna enn í langdregnum froðustíl.