París hefur orðið fyrir áfalli, eins konar jarðskjálfta. Tokyo hefur slegið matarborginni við. Michelin hefur gefið út fyrstu leiðsögubókina um Tokyo. Þar er 191 stjarna, en aðeins 98 stjörnur eru í Parísarbókinni. London hefur 50 stjörnur og New York 49. Aðeins lítill hluti stjarnanna í Tokyo er hjá veitingahúsum með frönsku sniði. Allur þorri þeirra er hjá stöðum með japanskri matreiðslu. Með bók Michelin hefur hún loks náð heimsvirðingunni, sem hún á skilið. Á sama tíma var lokað Maru, japanska veitingahúsinu í Reykjavík. Því að stjörnulausir Íslendingar fatta ekki matargerðarlist.