Héraðsdómar læknaðir

Punktar

Lögmenn eru svo ósáttir við héraðsdóma, að þeir vilja stofna nýtt dómstig í landinu. Millidómurinn taki á sakamálum og létti á Hæstarétti. Hann þarf þá ekki lengur að vísa málum heim í hérað. Það hefur hann gert í síbylju, því að meðferð mála í héraði hefur verið ábótavant. Margir hérðasdómarar eru vanfærir í starfi, en tilþrifaminni lausn ætti að vera til á þeim vanda. Hestadómarar eru sífellt á námskeiðum til að endurbæta sig og bera sig saman við starfsbræður. Getur kerfið ekki lært af hestamönnum og sett upp námskeið fyrir héraðsdómara? Svo þeir fái ekki málin ætíð aftur í hausinn.