Tvær milljónir á mann

Punktar

Hrörnunarsjúklingar fá ekki nýtt undralyf, því að Landspítalinn hefur í bili ekki ráð á því. Það er ekki í fyrsta og ekki í síðasta skipti, sem sjúkrageirinn stendur andspænis slíkum vanda. Þegar nýtt lyf kostar rúmar tvær milljónir á ári á hvern sjúkling, eru góð ráð dýr. Upphæðirnar koma að mestu til viðbótar öðru. Þá má spyrja, hvort og hvernig sjúkrakerfið sé takmarkað. Tannviðgerðir eru ekki greiddar. Og sjúklingar verða að borga lyf og þjónustu, ef þeir eru ekki lagðir inn. Sjúkrakerfið þarf að finna réttláta leið við að velja og hafna kostnaði. Ef það ræður ekki við allt.