Samfylking auðjöfranna

Punktar

Flestir stjórnmálaflokkar landsins gæta hagsmuna hinna ríku. Samfylkingin má til dæmis ekki heyra um jöfnuð í tekjuskatti. Fátæklingar borga 38% í skatta meðan auðjöfrar borga 10% og þeir ríkustu nánast ekkert, til dæmis Björgólfur Thor Björgólfsson. Eðlilegt er, að skattar á launatekjur, skattar á lífeyristekjur og skattar á fjármagnstekjur séu allir eins. Ráðherrar Samfylkingarinnar hafa ekki tekið það upp í stjórninni. Samt er ekki hægt að finna skýrara dæmi um markvisst misrétti í þjóðfélaginu. Enda er það svo, að hjarta Jóhönnu Sigurðardóttur slær í takt við auðjöfrana.