Danska ríkið rekur undarlegasta dómsmál Evrópu. Það hefur ákært seljanda prentaðra bola fyrir auglýsingar á Frelsissamtökum Palestínu og samtökunum FARC í Kólumbíu. Danska stjórnin og Evrópusambandið skilgreina samtökin sem hryðjuverkasamtök. Nærtækara væri að líta á stjórnir Ísraels og Kólumbíu sem hryðjuverkasamtök. Engar skýringar eða forsendur hafa fengizt á þessari pólitísku flokkun. Hún er umræðulaust orðin rót að hlægilegu dómsmáli. Nú þarf danskur dómstóll að úrskurða, hvort þetta séu hryðjuverkasamtök og hvort leyfilegt sé að vera með áróður á bolum. Verði þeim að góðu.