Þjóðkirkjan hefur forgang umfram aðra trú, trúleysi og veraldarhyggju. Hún er ríkisrekin. Hún hefur hins vegar ekki forgangskröfu að siðferði. Saga kirkjunnar er drifin meira blóði en önnur trúarbrögð. Lúterstrú fæddist beinlínis í þýzku blóðbaði. Minna fer í heiminum fyrir afsiðun trúleysingja og veraldarsinna. Kirkjan á ekki höfundarrétt að siðferði. Hún á beinlínis við siðferðisvanda að stríða. Alveg eins má tala um grískt eða rómverskt siðferði. Helztu siðfræðingar síðustu alda hafa ekki reist rök sín á trúarbrögðum. Flestir siðir gilda án tillits til trúar eða skorts á trú.