Hinir yztu á hægra jaðri stjórnmála og fjármála hafna aðgerðum til að draga úr skaða á umhverfinu. Þetta er ein tegund afneitunar. Umhverfisvandinn er skýrt dæmi um, að markaðurinn og auðhyggjan eru ekki lausn á öllum vanda heims. George W. Bush hefur reynt í Bandaríkjunum, en fyrirtækin hafa ekki orðið við óskunum. Við vissum, að markaður og auðhyggja leysa ekki sumt, til dæmis ekki velferð. En umhverfismálin eru að verða mesti vandinn af því tagi. Róttækir jaðarmenn á hægri kanti hafa enga vörn aðra en að loka augunum og afneita vandanum. Slík frjálshyggja er líka til hér á landi.