Furðulegasta frétt vikunnar fjallaði um læknisvottorð Ólafs F. Magnússonar borgarfulltrúa. Fjölmiðlum tókst samt ekki að upplýsa, hvort einhver hafi beðið um óþarfa vottorðið og þá hver. Fréttin var eins konar afturhvarf til gamals kerfis Prövdu og Izvestia. Þá þurftu lesendur að túlka texta blaða milli lína. Frétt um læknisvottorð er ekki frétt, nema fjölmiðlar upplýsi, af hverju hún sé frétt. Það mistókst þeim frækilega að þessu sinni. Vel getur verið að fjölmiðlungar séu innvígðir í eitthvert brandarakerfi hjá borginni. En notendur fjölmiðlanna eru ekki í því bandalagi brandarakarla.