Ekkert nýtt stríð

Punktar

Bandarískar njósnastofnanir hafa viðurkennt, að Íran hafi hætt undirbúningi kjarnorkuvopna fyrir 4-5 árum. Þar með er ljóst, að George W. Bush hefur farið með rangt mál. Sömuleiðis Ísrael og landsfeður í Evrópu, sem hafa stutt aukin viðskiptahöft á Íran. Einkum Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti, sem hefur verið hávær að venju. Viðurkenningin er stórkostleg, því að hún hindrar stríð við Íran. Bush getur ekki hunzað eigin njósnara og Evrópa verður að hætta stuðningi við ögranir í garð Írans. Því verður ekkert atómstríð í heiminum þetta eina ár, sem Bush á eftir í embætti forseta.