15% tekjuskattur

Punktar

Frjálshyggjufólk rekur áróður fyrir lægri sköttum, til dæmis flötum 15% skatti. Tillögunni fylgir ekki skrá um opinbera starfsemi, sem megi leggja niður. Til dæmis hálft sjúkrabatteríið og hálft skólabatteríið. Um þetta er þagað, því að fólk vill borga fyrir betri sjúkragæzlu og betri skóla. Án tillagna um sértækan niðurskurð er tillaga um 15% tekjuskatt ómerkilegasti áróður út í loftið. Hins vegar er skynsamlegt að hafa tekjuskatta flata, eina prósentu fyrir alla. Það gildir líka um lífeyris- og fjármagnstekjur. Það síðasta má frjálshyggjufólk ekki heyra nefnt, vill forgang auðjöfranna.