Jólin eru hundheiðin

Punktar

Vantrúaðir þurfa ekki mikið að kvarta yfir jólunum. Þau eru ekki kristin, heldur fornnorræn hátíð hækkandi sólar. Jólasveinarnir eru lausir við að vera kristnir. Og þessi með rauðu húfuna er bara trúður neyzlusamfélags. Jólaljósin í gluggunum eru ekki kristin, þau eru gyðingastjakar. Jólatré og grenihringir eru hvorugt kristið, heldur fornsænsk Freysdýrkun. Það, sem fólk gerir á jólunum, er fallegt, það étur yfir sig, sefur yfir sig og les bækur yfir sig. Ekkert af því er kristið. Það er hins vegar kristið að fara í kirkju á jólunum. Það gera bara 5% þjóðarinnar, það er allt og sumt.