Ísland er í þriðja sæti heimsins í aðgerðum til að draga úr hraða í mengun andrúmsloftsins. Næst á eftir Svíþjóð og Þýzkalandi samkvæmt stofnun, sem nýtur stuðnings þýzkra stjórnvalda. Þetta er góð staða, sem við megum ekki spilla. Að sjálfsögðu eru Bandaríkin á hinum enda skalans með Kína og Sovétríkjunum. Öll þrjú heimsveldin halda ótrauð áfram að skíta í bólið sitt. Athyglisvert er hins vegar, að heimsveldið Indland er í fimmta sæti listans. Þrátt fyrir gífurlegan hagvöxt þar hefur tekizt að hafa hemil á mengun andrúmsloftsins. Þveröfugt við Kína, sem er að kafna í eigin skít.