Manstu, um hvað leiðarinn var í gær eða hver skrifaði hann? Í Mogganum, Fréttablaðinu, 24 stundum, DV? Ég man hvorugt heldur, þetta er flest hversdagslegt og festist ekki í minni. Mogginn þyrfti að fá Egil Helgason sem ritstjóra, frjálslynt borgaralega hugsandi mann með fínum texta. En það er of seint, Egill veit, að styrkur hans er sjónvarpið. Að textanum hentar betur að nota vef en pappír í hröðum nútíma. Sáralítið er um óháð fólk í skoðanatexta á pappír. Langflestir álitsgjafar eru fyrirsjáanlegir og eftir því leiðinlegir, enda einstrengingar einnar línu, einnar hugmyndafræði.