Ekki í uppvaskinu

Punktar

Merkasta tímarit heims er Consumer Reports í Bandaríkjunum. Er gefið út í risaupplagi. 4,5 milljónir eintaka koma út á pappír og að auki 3 milljónir á vefnum. Þá er vefútgáfan ekki gefin, heldur seld á sama verði og prentið, $26 ársáskriftin. Engar auglýsingar eru leyfðar í blaðinu. Framleiðendum er bannað að kynna niðurstöður úr könnunum blaðsins. Tímaritið brýtur helztu lögmál í tímaritaútgáfu, en skilaði samt 15% arði á síðasta reikningsári. Ritstjóri blaðsins er Kimberly Kleman, sem áður innleiddi nýja aðferð við ritstjórn á St.Petersburg Times: Að ritstjórar séu “ekki í uppvaskinu”.