Langt er síðan ég var stoltur af að vera Íslendingur. Árið 1991, þegar Jón Baldvin utanríkisráðherra viðurkenndi Litháen. Engin hætta á, að núverandi utanríkisráðherra geri mig stoltan. Ingibjörg Sólrún hefur útskýrt, að ekki borgi sig að rugga bátnum í Kosovo. Bezt sé að viðurkenna ríkið um leið og aðrir gera það. Hún er ömurleg. Sama verður uppi á teningnum í karpinu um loftslagið. Í stað þess að berjast fyrir framtíð mannkyns munið þið reyna að kreista út undanþágu fyrir álverin ykkar ræflanna. Þið munið enn styðja heimsvaldastríð gegn Afganistan. Eruð tilgangslaus og stoltlaus vasaþjóð.