Hefðbundinn matur í München fellur mér ekki. Menn borða bjúgu og drekka bjór. Heimsfræg brugghús eru full af ferðamönnum í árlegri októberveizlu, Hofbrauhaus og Augustinerbrau. Samt er hér bezta veitingahús Þýzkalands, Tantris, hannað sem matarleikhús. Gestir sitja í stúkum, sem hækka upp að afturvegg. En Hans Haas kokkur og menn hans elda á sjálfu leiksviðinu í allra augsýn. Bærinn er líka fullur af leikhúsum, óperu og tónleikasölum. Síðan er stutt að fara þaðan upp í Alpafjöll. Kaffihúsin eru miðevrópsk að hætti Vínarborgar. Á stéttum borgarinnar má sjá digra velmegun borgarbúa.